Saturday, September 28, 2013

Heimagerður jarðaberjasorbetís

Þið þurfið dass af frosnum jarðaberjum, banana, dass af vatni og sætuefni. Ég setti ca. 20 dropa af bragðlausri stevíu en ég get vel ímyndað mér að það sé gott að setja súkkulaði eða piparmyntu í jarðaberjaísinn, en það auðvitað bara smekksatriði hjá hverjum og einum. Öll hráefnin eru síðan blönduð vel saman í blandaranum þangað til að útkoman verður silkimjúk. Því næst er að skella blöndunni inní frysti í nokkra tíma og bíða spenntur. Ég allavegana get ekki beðið! 

Hráefnin

Svona lítur blandan út á leið inní frysti


Friday, September 27, 2013

Kókoshveitisúkkulaðikaka

Ég er búin að liggja nánast á netinu síðustu daga að leita að girnilegri kókoshveitisúkkulaðiköku. Heimasíðan hennar Röggu Nagla er gullkista þar á bæ en ég breytti einni af hennar uppskrift aðeins eftir mínu höfði.


1 eggjahvíta
3 tsk sykurlaust kakó
3 tsk kókoshveiti
1 msk súkkulaði prótín
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
2 bitar af 85% súkkulaði brytjaðir niður
smá vatn 

Allt hrært vel saman, sett í skál. Plastfilma sett ofan á skálina og inní örbylgjuofn í ca 1-2 mín. Ég setti síðan WaldenFarms caramel syrop ofan á, kókoskurl og SukrinMelis. Hið mesta góðgæti!

Thursday, September 26, 2013

Shirley Price Peppermint

Þessi vara er án efa í uppáhaldi hjá mér þegar ég verð virkilega slæm í öxlunum eða þegar ég fæ hausvek. Þá set ég nokkra dropa aftan á hálsinn og á axlirnar, hef stundum sett á gagnaugað einn dropa en maður verður að passa sig að setja ekki of nálægt augunum, maður á þá til að finna óþægistilfinningu, lyktin er það sterk. Þessi olía kælir og með sinni sterku lykt er eins og allar gáttir opnist og hausverkurinn hverfi. 
Verðið samt að passa ykkur að setja ekki of mikið af dropum á ykkur, íbúðin okkar Stefáns, síðastliðið haust, angaði í viku eftir að ég hafði "óvart" sett of marga dropa á mig - úppsí! 



Heilsudagar Nettó

Það eru heilsudagar í Nettó, allt að 25% afsláttur af heilsuvörum! 
Ég varð eins og lítill krakki sem bíður eftir að mega opna pakkana á jólunum þegar ég sá þetta auglýst í dag. Maður á algjörlega að nýta þetta gullna tækifæri og kaupa það sem vantar, heilsuvörur kosta orðið svo mikið að ég á stundum ekki til orð yfir því. Ég mæli algjörlega með Walden Farms sósunum, engar kcal, engin kolvetni, engin fita og ekkert glútein! Getið einmitt keypt þær á tilboði í Nettó - hversu mikil snilld! 


Meistaramánuður

Meistaramánuður gekk í garð hjá mér fyrir 5 dögum - áfram ég!
Þar sem við Stefán erum að fara til Spánar og London í enda október þá fannst mér tilvalið að byrja aðeins fyrr svo ég myndi ná heilum mánuði. Ég hef sett mér markmið eins og flestir aðrir munu gera eða hafa kannski þegar gert. Markmiðin mín eru frekar erfiður munnbiti að kyngja en ég hef ákveðið að taka út allt hveiti og hvítan sykur. Ástæða þess er að mér hefur liðið svo illa í maganum og fengið nánast undantekningarlaust hausverk eftir að hafa fengið mér eitthvað sem inniheldur þessi hráefni. Þar með hef ég ákveðið að reyna á það að taka þetta út úr matarræðinu mínu, þetta verður stór sigur fyrir mig þegar á hólminn verður kominn! Hef einmitt skráð mig á námskeið hjá Heilsuhúsinu sem Inga næringarþerapisti mun sjá um, er orðin frekar spennt! Síðustu 5 dagar hafa gengið þónokkuð vel fyrir utan eina kaffihúsakökuferð með vinkonunum í gærkvöldi - skamm ég.
Læt myndirnar tala sínu máli! 

Eggjamöffins með papríku&pipar ásamt avocado&fetaosti.

Vítamínsprengja undir 400krónum! 

Hafrabananalummur með kanil og döðlum.

Skyr og bláber - Minn helsti veikleiki!