Friday, September 27, 2013

Kókoshveitisúkkulaðikaka

Ég er búin að liggja nánast á netinu síðustu daga að leita að girnilegri kókoshveitisúkkulaðiköku. Heimasíðan hennar Röggu Nagla er gullkista þar á bæ en ég breytti einni af hennar uppskrift aðeins eftir mínu höfði.


1 eggjahvíta
3 tsk sykurlaust kakó
3 tsk kókoshveiti
1 msk súkkulaði prótín
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
2 bitar af 85% súkkulaði brytjaðir niður
smá vatn 

Allt hrært vel saman, sett í skál. Plastfilma sett ofan á skálina og inní örbylgjuofn í ca 1-2 mín. Ég setti síðan WaldenFarms caramel syrop ofan á, kókoskurl og SukrinMelis. Hið mesta góðgæti!

No comments:

Post a Comment