Þið þurfið dass af frosnum jarðaberjum, banana, dass af vatni og sætuefni. Ég setti ca. 20 dropa af bragðlausri stevíu en ég get vel ímyndað mér að það sé gott að setja súkkulaði eða piparmyntu í jarðaberjaísinn, en það auðvitað bara smekksatriði hjá hverjum og einum. Öll hráefnin eru síðan blönduð vel saman í blandaranum þangað til að útkoman verður silkimjúk. Því næst er að skella blöndunni inní frysti í nokkra tíma og bíða spenntur. Ég allavegana get ekki beðið!
Hráefnin
Svona lítur blandan út á leið inní frysti


No comments:
Post a Comment