Þessi vara er án efa í uppáhaldi hjá mér þegar ég verð virkilega slæm í öxlunum eða þegar ég fæ hausvek. Þá set ég nokkra dropa aftan á hálsinn og á axlirnar, hef stundum sett á gagnaugað einn dropa en maður verður að passa sig að setja ekki of nálægt augunum, maður á þá til að finna óþægistilfinningu, lyktin er það sterk. Þessi olía kælir og með sinni sterku lykt er eins og allar gáttir opnist og hausverkurinn hverfi.
Verðið samt að passa ykkur að setja ekki of mikið af dropum á ykkur, íbúðin okkar Stefáns, síðastliðið haust, angaði í viku eftir að ég hafði "óvart" sett of marga dropa á mig - úppsí!
.jpg)
No comments:
Post a Comment