Meistaramánuður gekk í garð hjá mér fyrir 5 dögum - áfram ég!
Þar sem við Stefán erum að fara til Spánar og London í enda október þá fannst mér tilvalið að byrja aðeins fyrr svo ég myndi ná heilum mánuði. Ég hef sett mér markmið eins og flestir aðrir munu gera eða hafa kannski þegar gert. Markmiðin mín eru frekar erfiður munnbiti að kyngja en ég hef ákveðið að taka út allt hveiti og hvítan sykur. Ástæða þess er að mér hefur liðið svo illa í maganum og fengið nánast undantekningarlaust hausverk eftir að hafa fengið mér eitthvað sem inniheldur þessi hráefni. Þar með hef ég ákveðið að reyna á það að taka þetta út úr matarræðinu mínu, þetta verður stór sigur fyrir mig þegar á hólminn verður kominn! Hef einmitt skráð mig á námskeið hjá Heilsuhúsinu sem Inga næringarþerapisti mun sjá um, er orðin frekar spennt! Síðustu 5 dagar hafa gengið þónokkuð vel fyrir utan eina kaffihúsakökuferð með vinkonunum í gærkvöldi - skamm ég.
Læt myndirnar tala sínu máli!
Eggjamöffins með papríku&pipar ásamt avocado&fetaosti.
Vítamínsprengja undir 400krónum!
Hafrabananalummur með kanil og döðlum.
Skyr og bláber - Minn helsti veikleiki!




No comments:
Post a Comment