Monday, March 24, 2014

Ég veit fátt betra en góður smoothie. Fyrir neðan hef ég tekið saman 5 af mínum uppáhalds smoothie-um, allir eru þeir voða easy peasy.

Í þessum er 1 banani, nóg af bláberjum, engifer, dass af heilsusafi-flóridana og hampfræ.


Í þessum er hálfur banani, lúka af bláberjum & lúka af jarðaberjum og dass af acai-berjadjús. Ofan á setti ég 1msk af hampfræjum. 


Í þessum eru 2 lúkur af spínati, engifer að vild, hálfur banani, lúka af mangó & lúka af ananas, dass af heilsusafa-flóridana og 1 msk hörfræ (Læt hörfræin ofan í blendarann svo fræin tætist og líkaminn geti nýtt þau betur). Ofan á setti ég 1msk af hampfræjum. Afar ljúffengur! 


Í þessum er 1 banani, dass af möndlumjólk, hálf kreyst sítróna og nóg af bláberjum! Mér finnst afar gott að setja bláber ofan á, því ég hreinlega elska þau.


Þessi er í voða miklu uppáhaldi hjá mér núna, ég notaði annars eina litla skyr.is dós af bláberjum og hindberjum, dass af möndlumjólk, hálfur banani, lúka af bláberjum og lúka af jarðaberjum.

Það getur stundið verið erfitt að vera með skófíkn, ..
Læt myndirnar tala sínu máli, allir svo fallegir.










Sunday, October 6, 2013

Bananabrauð úr kókoshveiti

Ein af mínum bestu vinkonum sýndi mér snilldaruppskrift um daginn af bananabrauði úr kókoshveiti. Áður en ég vissi af var ég byrjuð að baka og útkoman var vægast sagt unaðsleg. Þið getið nálgast uppskriftinhér!


Saturday, September 28, 2013

Heimagerður jarðaberjasorbetís

Þið þurfið dass af frosnum jarðaberjum, banana, dass af vatni og sætuefni. Ég setti ca. 20 dropa af bragðlausri stevíu en ég get vel ímyndað mér að það sé gott að setja súkkulaði eða piparmyntu í jarðaberjaísinn, en það auðvitað bara smekksatriði hjá hverjum og einum. Öll hráefnin eru síðan blönduð vel saman í blandaranum þangað til að útkoman verður silkimjúk. Því næst er að skella blöndunni inní frysti í nokkra tíma og bíða spenntur. Ég allavegana get ekki beðið! 

Hráefnin

Svona lítur blandan út á leið inní frysti


Friday, September 27, 2013

Kókoshveitisúkkulaðikaka

Ég er búin að liggja nánast á netinu síðustu daga að leita að girnilegri kókoshveitisúkkulaðiköku. Heimasíðan hennar Röggu Nagla er gullkista þar á bæ en ég breytti einni af hennar uppskrift aðeins eftir mínu höfði.


1 eggjahvíta
3 tsk sykurlaust kakó
3 tsk kókoshveiti
1 msk súkkulaði prótín
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
2 bitar af 85% súkkulaði brytjaðir niður
smá vatn 

Allt hrært vel saman, sett í skál. Plastfilma sett ofan á skálina og inní örbylgjuofn í ca 1-2 mín. Ég setti síðan WaldenFarms caramel syrop ofan á, kókoskurl og SukrinMelis. Hið mesta góðgæti!

Thursday, September 26, 2013

Shirley Price Peppermint

Þessi vara er án efa í uppáhaldi hjá mér þegar ég verð virkilega slæm í öxlunum eða þegar ég fæ hausvek. Þá set ég nokkra dropa aftan á hálsinn og á axlirnar, hef stundum sett á gagnaugað einn dropa en maður verður að passa sig að setja ekki of nálægt augunum, maður á þá til að finna óþægistilfinningu, lyktin er það sterk. Þessi olía kælir og með sinni sterku lykt er eins og allar gáttir opnist og hausverkurinn hverfi. 
Verðið samt að passa ykkur að setja ekki of mikið af dropum á ykkur, íbúðin okkar Stefáns, síðastliðið haust, angaði í viku eftir að ég hafði "óvart" sett of marga dropa á mig - úppsí! 



Heilsudagar Nettó

Það eru heilsudagar í Nettó, allt að 25% afsláttur af heilsuvörum! 
Ég varð eins og lítill krakki sem bíður eftir að mega opna pakkana á jólunum þegar ég sá þetta auglýst í dag. Maður á algjörlega að nýta þetta gullna tækifæri og kaupa það sem vantar, heilsuvörur kosta orðið svo mikið að ég á stundum ekki til orð yfir því. Ég mæli algjörlega með Walden Farms sósunum, engar kcal, engin kolvetni, engin fita og ekkert glútein! Getið einmitt keypt þær á tilboði í Nettó - hversu mikil snilld!