Ég veit fátt betra en góður smoothie. Fyrir neðan hef ég tekið saman 5 af mínum uppáhalds smoothie-um, allir eru þeir voða easy peasy.
Í þessum er 1 banani, nóg af bláberjum, engifer, dass af heilsusafi-flóridana og hampfræ.
Í þessum er hálfur banani, lúka af bláberjum & lúka af jarðaberjum og dass af acai-berjadjús. Ofan á setti ég 1msk af hampfræjum.
Í þessum eru 2 lúkur af spínati, engifer að vild, hálfur banani, lúka af mangó & lúka af ananas, dass af heilsusafa-flóridana og 1 msk hörfræ (Læt hörfræin ofan í blendarann svo fræin tætist og líkaminn geti nýtt þau betur). Ofan á setti ég 1msk af hampfræjum. Afar ljúffengur!
Í þessum er 1 banani, dass af möndlumjólk, hálf kreyst sítróna og nóg af bláberjum! Mér finnst afar gott að setja bláber ofan á, því ég hreinlega elska þau.
Þessi er í voða miklu uppáhaldi hjá mér núna, ég notaði annars eina litla skyr.is dós af bláberjum og hindberjum, dass af möndlumjólk, hálfur banani, lúka af bláberjum og lúka af jarðaberjum.


















.jpg)
