Minn helsti veikleiki er súkkulaðibúðingur, gæti borðað hann í öll mál ef svo gott væri lífið. Ég var heppin að finna eina góða uppskrift á netinu fyrir ca. 5 árum í hollari kantinum, hún kom virkilega á óvart og hef ég notað hana óspart síðan.
Tilvalið á laugardögum!
1 meðal stór avocado eða 2 litlir
0,5-0,75 dl agave sýróp
2-4 msk hreint kakó
4 msk kókosolía - fljótandi
1 tsk vanilluduft/dropar
Blandar öllu saman í matvinnsluvél þangað til að útkoman er orðin silkimjúk. Búðingurinn er stútfullur af hollri og góðri fitu en varlega þarf að fara í þetta þó hollt sé.
Bon appetit!
.jpg)








