Saturday, July 20, 2013

Avocado-súkkulaðibúðingur

Minn helsti veikleiki er súkkulaðibúðingur, gæti borðað hann í öll mál ef svo gott væri lífið. Ég var heppin að finna eina góða uppskrift á netinu fyrir ca. 5 árum í hollari kantinum, hún kom virkilega á óvart og hef ég notað hana óspart síðan.
Tilvalið á laugardögum!


1 meðal stór avocado eða 2 litlir
0,5-0,75 dl agave sýróp
2-4 msk hreint kakó
4 msk kókosolía - fljótandi
1 tsk vanilluduft/dropar


Blandar öllu saman í matvinnsluvél þangað til að útkoman er orðin silkimjúk. Búðingurinn er stútfullur af hollri og góðri fitu en varlega þarf að fara í þetta þó hollt sé. 

Bon appetit! 

Bláber

Mér finnst fátt betra en nýtínd bláber! Bláber á skyr, bláberjasulta, bláber í shake-inn, bláberjamúffur - án efa mitt allra uppáhalds. Ekki skemmir það fyrir að þau innihalda mikið af andoxunarefnum og þeim mun dekkri sem þau eru því meiri andoxunarefni er í þeim. Það er nú ekki amalegt að borða matvæli sem vinna á móti hrörnun líkamans. Nú bíð ég spennt eftir að hægt sé að byrja að tína þau og fylla ískápinn og frystinn af þessu góðgæti.


Safapressa


Án efa mín besta fjárfesting hingað til! 



Svo er hægt að geyma hratið í frysti og nota það td. í hrökkbrauð og önnur brauð seinna meir. 
Einnig er hægt að spara tíma með því að nota gulrótarhratið í gulrótarköku. 
Svo mikil snilld þetta tryllitæki!



Tuesday, July 16, 2013

Hafrabananalummur



Þar sem ég er að reyna að minnka hveitibrauðsátið til muna þá finnst mér mjög þægilegt að gera þessar hafrabananalummur þegar brauðátsþörfin skeðjar að. Setja bláberja sykurlausasultu og ost ofan á, það er hið mesta góðgæti! 

1 banani
3-4 egg
3-4 dl grófir hafrar
kanill og döðlur að vild

Byrja á því að setja smá kókosolíu á pönnuna, svo lumman festist ekki við. Ég fæ oftast 8 lummur út frá þessari uppskrift. Það er líka hægt að sleppa höfrunum og bæta við 1 banana í staðinn. Einnig held ég að gott sé að setja dökkt súkkulaði í uppskriftina, svona sunnudagsbröns fílingur í þvi. 

Bon appetit :) 


Nike free

Án efa þægilegustu skór sem ég hef átt en þar sem mitt par er orðið frekar ofnotað, þá finnst mér kjörið tækifæri að fjárfesta í nýjum. Vandinn er bara sá að það er svo erfitt að gera upp á milli, allir svo fallegir. Lúxusvandamál!