Mér finnst fátt betra en nýtínd bláber! Bláber á skyr, bláberjasulta, bláber í shake-inn, bláberjamúffur - án efa mitt allra uppáhalds. Ekki skemmir það fyrir að þau innihalda mikið af andoxunarefnum og þeim mun dekkri sem þau eru því meiri andoxunarefni er í þeim. Það er nú ekki amalegt að borða matvæli sem vinna á móti hrörnun líkamans. Nú bíð ég spennt eftir að hægt sé að byrja að tína þau og fylla ískápinn og frystinn af þessu góðgæti.

No comments:
Post a Comment