Tuesday, July 16, 2013

Hafrabananalummur



Þar sem ég er að reyna að minnka hveitibrauðsátið til muna þá finnst mér mjög þægilegt að gera þessar hafrabananalummur þegar brauðátsþörfin skeðjar að. Setja bláberja sykurlausasultu og ost ofan á, það er hið mesta góðgæti! 

1 banani
3-4 egg
3-4 dl grófir hafrar
kanill og döðlur að vild

Byrja á því að setja smá kókosolíu á pönnuna, svo lumman festist ekki við. Ég fæ oftast 8 lummur út frá þessari uppskrift. Það er líka hægt að sleppa höfrunum og bæta við 1 banana í staðinn. Einnig held ég að gott sé að setja dökkt súkkulaði í uppskriftina, svona sunnudagsbröns fílingur í þvi. 

Bon appetit :) 


No comments:

Post a Comment